141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

velferð dýra.

283. mál
[11:08]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um velferð dýra sem er samferða öðru lagafrumvarpi um búfjárhald sem leysir af hólmi eldri lög um dýravernd og að hluta til einnig lög um búfjárhald.

Með nýrri heildstæðri löggjöf er ætlunin að eitt ráðuneyti fari með forsjá löggjafarinnar og að Matvælastofnun fari með framkvæmd málaflokksins. Í þessu lagafrumvarpi um velferð dýra er tekið á fjölda álitamála og fjölmargar breytingartillögur lagðar til sem mikil og góð samstaða náðist um í atvinnuveganefnd.

Ég þakka hv. nefndarmönnum og framsögumönnum í þessum samferða frumvörpum, þ.e. um velferð dýra og búfjárhald, fyrir mikla og vandaða vinnu og ekki síst nefndarritara atvinnuveganefndar. Þessi góða afurð sýnir að ekki fara öll mál í átakafarveg og er það vel.