141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

velferð dýra.

283. mál
[11:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna því að hér komi heildstæð lög um dýravernd á Íslandi. Það er löngu tímabært. Ég hefði viljað ganga lengra í tengslum við verksmiðjuframleiðslu á dýrum því að við erum á sama róli og til dæmis Bandaríkin þegar kemur að framleiðslu á kjúklingum og svínum. Ég vona og bið um að þær athugasemdir sem komu frá gestum nefndarinnar um að þau málefni verði skoðuð sérstaklega. Mér finnst engu að síður mjög mikilvægt að við höfum náð þessum mikilvæga áfanga og vona að formaður nefndar og nefndarmenn skoði betur verksmiðjubúskap því að þar er mjög ill meðferð á dýrum og ekki hægt að horfa fram hjá því að þau eru pynduð í þessari framleiðslu.