141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

opinber innkaup.

288. mál
[11:19]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér kemur til afgreiðslu eftir 2. umr. frumvarp til laga um opinber innkaup. Breytingar okkar á málinu lúta aðallega að því að hækka lágmarksfjárhæðir sem miða þarf við til að útboðsskylt sé í það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum sem eðlilegt þótti, auk þess sem gildissvið það sem kærunefndin nær til er áréttað. Það er ástæða til að taka skýrt fram að tilskipanir Evrópusambandsins sem þar undir falla öðlast að sjálfsögðu aðeins áhrif hér að svo miklu leyti sem þær hafa verið innleiddar í íslenskan rétt.

Aðrar breytingar eru minni háttar og þakka ég nefndinni fyrir gott samstarf.