141. löggjafarþing — 109. fundur,  22. mars 2013.

umræða um dagskrármál og störf þingsins.

[11:10]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess, eins og fram hefur komið, að hann hyggst reyna til þrautar að ná samkomulagi um að ná sátt um þinglokin og mun ræða það við þingflokksformenn síðar í dag hvort menn séu tilbúnir að ræða önnur mál á dagskránni og leiða þau til lykta, en það verður þá að vera í samkomulagi. Forseti mun ræða við þingflokksformenn hvern og einn eða kalla til fundar um það hvort samkomulag geti náðst um að ræða önnur mál á dagskránni til lykta.