141. löggjafarþing — 109. fundur,  22. mars 2013.

umræða um dagskrármál og störf þingsins.

[11:31]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu mikið. Ég vil bara ítreka við hæstv. forseta að mjög gagnlegt væri ef dagskrá þingsins tæki mið af því að komið er viku fram yfir áætlaðan starfstíma Alþingis og þar af leiðandi væri sett niður samkomulag um að klára þau mál sem raunverulegt samkomulag er um í þinginu eða þau mál þar sem raunverulegar dagsetningar knýja á um að málin verði kláruð. Nýtt þing sem kemur saman eftir rétt rúmar 5 vikur getur síðan tekist á um átakamálin á grundvelli kosningaúrslita 27. apríl.