141. löggjafarþing — 109. fundur,  22. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[12:54]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka hv. þingmanni um margt ánægjulegt samstarf á síðustu sex árum.

Mig langar til að ræða það sem hann sagði í ræðu sinni áðan um að það væru atriði í núverandi stjórnarskrá sem mætti breyta, að stjórnarskrána mætti laga og bæta. Hvað sér hv. þingmaður helst fyrir sér að megi betur fara til að tryggja vönduð vinnubrögð hér á Alþingi? Til dæmis í sambandi við ræðutímann, væri hugsanleg betra að taka upp það háttalag sem var hér á sínum tíma þegar menn gátu talað lengur um ýmis mál og þá frekar farið út í efnislegri umræðu? Mér hefur virst að undanförnu að við séum að færast meira úr rökræðunni í kappræðuna sem ég held að sé þingi og þjóð til vansa, því miður. Hvað mætti helst laga í núverandi stjórnarskrá?