141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

afturköllun dagskrártillögu.

[16:04]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna harðlega þá aðferðafræði sem hér er við samninga við þinglok en svo vill til að ég fékk fréttir af því — og það er fáheyrt síðan við komum á þing — að formenn flokkanna hittast allir til að semja um hvaða mál verða tekin á dagskrá og hafa alfarið undanskilið Hreyfinguna frá þeim samningalotum. Ég vildi bara vekja athygli á þessu og mótmæla þessu harðlega.

Við höfum tekið þátt í öllum formannafundum og samningum frá upphafi hér á þingi og mér finnst þetta hættuleg og ólýðræðisleg vegferð. Ég komst að þessu fyrir tilviljun á þingflokksformannafundi. Við þingmenn Hreyfingarinnar lítum svo á að við séum þá ekki aðilar að neinum samningum hér á þingi meðan málum er háttað á þennan veg.