141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

búfjárhald.

282. mál
[16:14]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Þær tillögur sem hér liggja fyrir við 3. umr. eru allar tæknilegs eðlis. Ég gerði grein fyrir þeim í gær. Lög um búfjárhald og velferð dýra eru samhangandi og lög um búfjárhald eru afleiðing breytts lagafyrirkomulags. Með því að setja sérlög um velferð dýra verða einnig að vera til sérlög um búfjárhald. Þessar þrjár breytingartillögur eru allar tæknilegs eðlis til nánari útskýringar og ég fór yfir það í nokkru máli hér í gær. Ég legg til að þær verði samþykktar sem og málið í heild.