141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

velferð dýra.

283. mál
[16:28]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Hér er um að ræða breytingartillögu sem er nýr málsliður við 29. gr. sem fjallar um aðbúnað dýra og lýtur að reglugerðarheimild til ráðherra. Við hana legg ég til að bætist í reglugerðinni: Skal gætt samræmis við ákvæði 1.–3. mgr., sem er a.m.k. um aðbúnaðinn, og við 1. gr., sem fjallar um markmiðsgrein laganna, og svo við 6. gr., sem fjallar um almenna meðferð á dýrum. Það tel ég því miður nauðsynlegt í ljósi þess frjálsræðis sem ráðherrar hafa sýnt í reglugerðum sínum um dýrahald.