141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

efnalög.

88. mál
[16:35]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Þar sem við göngum nú til atkvæða um ný efnalög tel ég rétt að þakka hv. umhverfis- og samgöngunefnd fyrir góða vinnu. Hér er um að ræða gríðarlega mikilvæga réttarbót, nýja efnalöggjöf sem styrkir umtalsvert stöðu málaflokksins og er í raun mikilvægari en virðist við fyrstu sýn. Við erum að tryggja að meðferð á efnum og efnablöndum valdi hvorki tjóni á heilsu manna eða dýra né á umhverfi en líka tryggja frjálst flæði á vörum og innri markaði EES að því er varðar þessa vöruflokka.

Hér er sem sé um að ræða mikilvægt öryggis- og neytendamál og ég ítreka þakkir mínar til hv. nefndar.