141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

opinberir háskólar.

319. mál
[22:46]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að hverfa frá því að lögbinda ákvæði varðandi búnaðarfræðslu í lögum. Það tel ég vera mikla afturför. Ég færði fyrir því allítarleg rök á sínum tíma í þessari umræðu að mikilvægt væri að í lögum væri kveðið á um að hinir gömlu búnaðarskólar sinntu búnaðarfræðslunni. Ég tel að það sé skref aftur á bak að taka þetta ákvæði út úr frumvarpinu og mun því greiða atkvæði gegn 1. gr. Sama mun þá eiga við um 7. gr. og ákvæðin til bráðabirgða.