141. löggjafarþing — 111. fundur,  27. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[01:20]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg):

Herra forseti. Það er áliðið kvölds og ég vil þakka hv. þingmönnum fyrir málefnalega umræðu í þessu mikilvæga máli. Það er von mín og trú að hv. þingmenn muni sameinast um að klára málið og gera það frumvarp sem hér liggur fyrir að náttúruverndarlögum með þeim breytingartillögum og þeim samtölum sem hafa farið fram og að við hv. þingmenn berum gæfu til að klára málið á yfirstandandi þingi.