141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[21:18]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það skiptir máli að leiða áfram það ferli stjórnskipunarumbóta sem hefur staðið þetta kjörtímabil, hefur vakið athygli um allan heim og skiptir miklu máli fyrir þjóðina. Við þurfum að finna þessu ferli farveg yfir í næsta kjörtímabil og ef ekki er hægt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili er ekki trúverðugt að hægt sé að halda áfram með ferlið af fullum krafti. Þess vegna leggjum við fram þessa tillögu sem er mjög mikilvægt framlag til þess. Ef nýtt Alþingi kýs að nýta hana ekki verður hún ekki nýtt, en hún er aukatækifæri fyrir nýtt Alþingi til að halda áfram með þetta merkilega verkefni.