141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[21:20]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Þessi tillaga er skaðleg vegna þess að þessi þröskuldur er of hár. Ég held því fram að þessi breyting loki í raun báðum leiðum vegna þess að lýðræðislega sinnuð stjórnvöld vilja fara með stjórnarskrárbreytingar til þjóðarinnar en þessi þröskuldur er of hár og ekkert mun gerast. Þetta jafngildir því að henda þessu plaggi, nýrri stjórnarskrá, út um gluggann, loka og læsa og týna lyklunum.