141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[21:24]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Í nýársávarpi sínu tók Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, undir þau orð Bryndísar Hlöðversdóttur, rektors Háskólans á Bifröst, að ólíkar fylkingar yrðu að mætast á miðri leið í deilum um nýja stjórnarskrá. Hvernig sem á málið er litið verður ekki sagt að fylkingar hafi mæst á miðri leið í þeirri tillögu sem hér liggur fyrir. Jafnhár þröskuldur og hér er settur er illa ígrunduð hugmynd og andstæð eðlilegum lýðræðislegum sjónarmiðum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

Því er stundum haldið fram að frumvarp um nýja stjórnarskrá hafi ekki verið rætt nægjanlega á Alþingi og í samfélaginu almennt. Hvar hefur eðlileg umræða farið fram um að 40% kosningarbærra manna verði að samþykkja breytingar á stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hafa verið haldnir fundir um það í háskólum landsins eða annars staðar? Nei, svo er ekki, enda tel ég að hún mundi ekki þola gagnrýna umræðu.

Ég mun því, virðulegur forseti, ekki greiða atkvæði um þá tillögu sem hér liggur fyrir.