141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[21:27]
Horfa

Róbert Marshall (U):

Virðulegur forseti. Stjórnarskrár á ekki að skrifa í átökum. Stjórnarskrár á ekki að samþykkja í hatrömmum skotgröfum hægri og vinstri. Stjórnarskrár eiga ekki að vera vinstri manna eða hægri manna, stjórnarskrár eiga að vera allrar þjóðarinnar, og með þeirri leið sem hér er verið að fara er tryggt að hægt sé að halda áfram með það mál sem þessi mikli tími hefur farið í á þessu kjörtímabili og jafnframt skrifa inn í ferlið að það skuli unnið í sátt. Það er mikilvægt fyrir þá þingmenn sem hér sitja að hafa það hugfast að það er verið að setja þann leiðarvísi inn í framtíðina og það er líka mjög mikilvægt fyrir þann meiri hluta og þá þingmenn sem sitja á næsta þingi að hafa það hugfast.

Þetta mál á að vinna með þeim hætti að sem flestir séu sammála.