141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[21:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég get ekki greitt atkvæði með þessu og greiði ég, og allir þingmenn Hreyfingarinnar, þar af leiðandi atkvæði gegn þessari tillögu, sem ég lít á sem aðför að lýðræðinu.

Ég vil jafnframt vekja athygli á því að til þess að ná samningi við Sjálfstæðisflokkinn var líka horfið frá auðlindaákvæðinu, en Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einu sinni haft manndóm í sér til að styðja þá tillögu sem þeir fóru fram á, 40% þröskuldinn.

Það hryggir mig að sjá hvernig þingið hefur tekið á þessu máli. Ég segi enn og aftur: Þetta þing er vanhæft. Við höfum ekki einu sinni dug í okkur til þess að samþykkja ný þingsköp þannig að við verðum ekki í þessari stöðu aftur. Við gátum ekki einu sinni sett okkur siðareglur. Vanhæft þing. (Gripið fram í.)