141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[21:37]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Rétt er að um þetta mál hefur töluvert verið talað, bæði hér í þingsal og eins á öðrum vettvangi, innan nefndar og úti í samfélaginu. Það hefur tvímælalaust verið með umdeildustu málum þessa þings eins og hv. þingmenn þekkja. Mjög margir aðilar sem fjölluðu um frumvarpið, hagsmunaaðilar, áhugamannasamtök, útivistarsamtök, sveitarfélög, samtök í atvinnulífinu, opinberar stofnanir og fleiri, gagnrýndu ýmsa þætti þess harðlega. Þeir gagnrýndu að mikið skorti upp á að í undirbúningi hefði verið gætt samráðs og leitað samstöðu um þá niðurstöðu sem varð.

Málið hefur farið í þann farveg að um það var gerð ákveðin sátt nú fyrir þessa atkvæðagreiðslu. Hún mun birtast við 3. umr. og því hyggst ég sitja hjá við þessa (Forseti hringir.) atkvæðagreiðslu. Það munu, hygg ég, flestir flokksmenn mínir í Sjálfstæðisflokknum gera.