141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[21:40]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil við þetta tækifæri þakka hv. þm. Merði Árnasyni framsögumanni málsins og öllum þeim þingmönnum í stjórn og stjórnarandstöðu sem komu að málinu, bæði hér í umræðunni og inni í þingnefndinni. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa sent inn ábendingar og umsagnir og bætt málið með þeim hætti og vil að endingu óska okkur öllum til hamingju með að hafa getað klárað þetta mál. Ég trúi því að þetta frumvarp og þessi nýju lög eigi eftir að verða okkur mikil lyftistöng í framtíðinni.