141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[21:50]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tók til máls í 1. umr. um bæði frumvörpin og lýsti nokkrum atriðum sem ég taldi að atvinnuveganefnd, sem hafði málið til umfjöllunar, ætti að fara betur í.

Ég komst að því mér til harms að nefndin hafði ekki gert það og afgreiddi málið á furðuskömmum tíma með þriggja daga umsagnarfresti án þess að gæta að þeim ábendingum sem ég og aðrir höfðum í þeim málum.

Ég ætla að rekja það örlítið betur en tækifæri er til hér í 3. umr. um málið, en þetta veldur því að ég tel ekki mögulegt að styðja málið og ætla að greiða atkvæði gegn því.