141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[21:51]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Sporin hræða í þessum efnum. Á undanförnum áratugum höfum við séð dæmi um að orkuauðlindir hafa verið notaðar til staðbundinnar atvinnuuppbyggingar. Við sjáum mikinn skaða á umhverfinu í kjölfarið vegna óvandaðra vinnubragða í þeim efnum og við sjáum orkusölu sem skilar jafnvel Landsvirkjun eða Orkuveitu Reykjavíkur litlum sem engum arði, stendur varla undir fjármagnskostnaði, þannig að sporin hræða. Mér finnst ákaflega bagalegt hvað málið kemur seint inn í þingið og að öllum stóru spurningunum sem blasa við vegna þess að sporin hræða sé ekki svarað. Verður arður af orkusölunni? Hver verða umhverfisáhrifin?

Við þingmenn Bjartar framtíðar getum því ekki stutt málin tvö (Forseti hringir.) og munum sitja hjá.