141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[22:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er löngu tímabært að bæta húsakost Landspítala – háskólasjúkrahúss, ég þekki það af eigin raun sem starfsmaður þeirrar merku stofnunar. Ég vil þess vegna fagna því að ráðist er í þessa aðgerð núna, þ.e. að færa framkvæmdina yfir í opinbert hlutafélag, opinbert verkefni. Það verður til þess að þeir sem stjórna og fara hér með velferðarmál geta fylgst með því að þarna verði allt gert eins og best verður á kosið, og ég treysti síðan starfsmönnum sjúkrahússins best til að líta eftir að svo verði gert. Þetta verður til þess að við getum veitt þá þjónustu sem þarf að veita á 21. öld þannig að ég fagna þessu sérstaklega.