141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[22:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er furðulegt að heyra ræður þeirra sem hafa skýrt atkvæði sitt. Það er ekkert verið að gera neitt. Það er verið að hverfa frá því að hafa framkvæmdina í einkaframkvæmd og færa hana yfir í hefðbundna opinbera framkvæmd. Ég styð það. En það er ekkert verið að gera. Í greinargerð frá fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins stendur: „Í lögfestingunni felst þó ekki ákvörðun Alþingis um að heimila framkvæmdirnar né að veita fjárheimild til þeirra.“

Það er ekkert sem gerist fyrr en við tökum þá ákvörðun í fjárlögum eða fjáraukalögum að byggja eitt stykki sjúkrahús. Þá skulum við setja í það 40 milljarða að lágmarki í fjárlögum eða fjáraukalögum. Þangað til gerist ekki neitt. Það er ekkert að gerast, frú forseti. En ég er sammála þessari breytingu, þessari litlu breytingu.