141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[22:30]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að rökstyðja stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala þar sem ríkið eigi ekki fjármagn til að byggja nýjan Landspítala.

Virðulegi forseti. Ég veit ekki betur en að ríkið eigi 30% af eignum lífeyrissjóðanna. Eignir lífeyrissjóðanna eru 2.400 milljarðar. Þarna eru 720 milljarðar. Af hverju tökum við ekki bara þá peninga og hættum við að stofna sérstakt opinbert hlutafélag, skattleggjum lífeyrissjóðina og notum þá peninga, m.a. til þess að byggja nýjan Landspítala?