141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

fjármálafyrirtæki.

501. mál
[22:41]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Í dag getur Fjármálaeftirlitið bannað aðila sem á a.m.k. 10% eignarhlut að eiga banka upplýsi hann ekki um það hver sé raunverulegur eigandi. Breytingartillaga mín gengur lengra og nær til allra aðila sem eiga a.m.k. 1% í fjármálafyrirtæki og af þeim verður krafist að þeir upplýsi um raunverulega eigendur. Tillagan er sett fram til að neyða vogunarsjóði og hrægammasjóði, sem eru í dag meirihlutaeigendur í tveimur af þremur viðskiptabönkum, til þess að selja hlut sinn á hrakvirði. Einkenni hrægammasjóða er falið eignarhald og virðulegi forseti, bankar eiga ekki að vera í eigu hrægammasjóða sem hafa það eitt að markmiði að hámarka skammtímagróða með innheimtuhörku.