141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

fjármálafyrirtæki.

501. mál
[22:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þessi hugmynd er ágæt og vel meint, en ekki er búið að kanna áhrif hennar á samskipti íslenskra fyrirtækja við erlend fyrirtæki sem hugsanlega vilja fjárfesta á Íslandi. Ég sakna þess að hv. nefnd fór ekki nægilega vel í gegnum þetta mál til að útiloka að svona hugmyndir mundu ekki stöðva fjárfestingar erlendra aðila í innlendum fyrirtækjum, sérstaklega fjármálafyrirtækjum. Þá er ég ekki að tala um vogunarsjóði heldur bara venjuleg, eðlileg erlend fyrirtæki. Þetta var ekki rætt og vegna þess arna get ég því miður ekki greitt tillögunni atkvæði mitt, en hugmyndin er vel meint.