141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[22:59]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegur forseti. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir sérstaklega eru nú í miklum ham út af bjargarleysi þeirra við að bjarga og koma til móts við íslensk heimili. Nú á að rétta fram einhverja dúsu sem er hvergi nærri nóg, sem mun hvergi gera það sem gera þarf. (Gripið fram í: Hvað er nóg?) Á sama tíma er hv. ríkisstjórn eða virðist vera, nú segi ég bara virðist vera, að stuðla að því að hjálpa svokölluðum hrægammasjóðum út úr landinu með litlum afslætti. [Frammíköll í þingsal.] Hvað á að gera? Þetta er með ólíkindum, virðulegi forseti. Ríkisstjórnin þarf að svara fyrir það hvað hún ætlar að gera fyrir heimilin [Frammíköll í þingsal.] til frambúðar og varanlega, það er það sem hún á að gera. Þetta er blekking og það trúir þessu enginn, virðulegi forseti. (SII: Hæst bylur í tómri tunnu.) (Forseti hringir.)