141. löggjafarþing — 113. fundur,  27. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[23:57]
Horfa

Róbert Marshall (U) (andsvar):

Hv. þm. svaraði ekki spurningu minni um þann vegslóða sem liggur á milli Strútsskála og Strútslaugar að Fjallabaki. Það er hægt að aka þann slóða án þess að það skarist á við lýsingar 32. gr. sem fjallar um vegslóða. Það er vel hægt að gera það en viljum við umferð þar? Viljum við akandi umferð á því svæði? Ég hefði ekki haldið það en hv. þm. Mörður Árnason getur á engan hátt svarað hvaða áhrif frumvarpið hefur á þann vegslóða og fjölda annarra slóða sem er búið að loka á hálendi Íslands og að Fjallabaki. Hann getur ekki svarað því vegna þess að ekki hefur verið fjallað um það á vettvangi nefndarinnar. Það ríkir algjör óvissa um það sem er óþolandi.

(Forseti (ÁÞS): Forseti minnir hv. þingmann á að beina máli sínu til forseta.)