141. löggjafarþing — 113. fundur,  28. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[00:09]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um ný náttúruverndarlög, heildarendurskoðun náttúruverndarlaga, sem er gríðarlega metnaðarfullt og stórt mál. Þess er getið í samstarfsyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnarflokka að það var okkar markmið að styrkja stöðu íslenskrar náttúru í íslenskum rétti. Í þessari vinnu koma mjög margir að máli og það er gríðarlega langt og mikið ferli hér að baki. Lokaspretturinn var snarpur, nefndin á miklar þakkir skildar, sérstaklega hv. þm. og framsögumaður málsins Mörður Árnason og hv. formaður nefndarinnar Ólafur Þór Gunnarsson, og aðrir þeir sem að málinu hafa komið.

Þetta er stórt skref fyrir Ísland, stórt skref fyrir náttúruna sjálfa og fyrst og fremst stórt skref fyrir komandi kynslóðir, staða náttúrunnar á Íslandi er styrkt að mun í íslenskum rétti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)