141. löggjafarþing — 113. fundur,  28. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[01:11]
Horfa

Jón Bjarnason (U):

Frú forseti. Mér finnst það með ólíkindum að það skuli vera fyrir forgöngu þingmanna og ráðherra Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að hér er verið að flytja frumvarp um stórfelldar niðurgreiðslur og ívilnanir til handa erlendri stóriðju. Eitt af baráttumálum flokksins, sem hann var einmitt stofnaður um á sínum tíma, við getum deilt um forsendurnar á milli stjórnmálaflokka, en þessi flokkur var stofnaður einmitt á þeim forsendum að við ætlum að byggja upp Ísland með öðrum hætti.

Hvert á síðan að sækja orkuna? Það er ekki ljóst. Kannski verður hún sótt yfir í Blönduvirkjun eða yfir í Skagafjörð. (Gripið fram í.) Þetta er með ólíkindum, frú forseti, og dapurt að verða vitni að því að Vinstri hreyfingin – grænt framboð skuli ganga svo þvert gegn því sem hún var stofnuð til og hefur barist fyrir um árabil, (Forseti hringir.) var einkennistákn hennar.

Frú forseti. Ég segi nei við þessu.