141. löggjafarþing — 113. fundur,  28. mars 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[01:18]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég leggst gegn því að þetta frumvarp verði samþykkt. Athugasemdir komu fram frá fjármálaskrifstofu fjármálaráðuneytisins sem benti á að erfitt yrði og nánast ómögulegt að halda þau markmið sem ríkisstjórnin hefur sett sér hvað varðar fjárlög ríkisins. Það liggur líka fyrir að við eigum eftir að fara og taka þá umræðu sem við þurfum að gera varðandi framtíðarskipan heilbrigðismála í landinu og ég lít svo á að verið sé að byrja á öfugum enda.

Verið er að keyra málið áfram á tillögum sem voru í rauninni samþykktar fyrir hrun. Allt aðrar aðstæður eru í samfélaginu í dag sem gera það að verkum að við þurfum að taka málið upp og skoða það frá grunni. Það verður verkefni næstu ríkisstjórnar og ég vona að það verði gert.