141. löggjafarþing — 114. fundur,  28. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[01:28]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Fyrr í kvöld féllu þessi orð: Það er ekki boðlegt að koma með eins veigamiklar breytingar á jafnviðkvæmu ákvæði og þetta er þegar jafnlítill tími er til stefnu.

Hér var fjallað um utanvegaakstur og vegaslóða. Hér er þingheimur að gera meiri kröfur til landsmanna en hann treystir sér til að gera á sig sjálfan. Við 2. umr. var ákvæði við þessa viðkvæmu grein samþykkt með 38,1% atkvæða þingmanna. Þið eruð að gera þær kröfur að 40% landsmanna þurfi til þess að samþykkja stjórnarskrárbreytinguna. (Gripið fram í.)

Ég hvet þingheim til þess að forða sér frá þessari hneisu og segja nei. Ef ekki verðum við að senda málið til sérfræðinga (Forseti hringir.) sem hefðu þá tíma til að skoða það þangað til næsta þing samþykkir eða synjar.