141. löggjafarþing — 114. fundur,  28. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[01:35]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eftir sem áður sit ég hjá í atkvæðagreiðslu um þetta mál. Ákvæðið um náttúruauðlindir í stjórnarskrá, beint lýðræði með auknum þjóðaratkvæðagreiðslum og jafnt vægi atkvæða er eitthvað sem ekki virðist ganga svo auðveldlega að breyta í þessum þingsal. Mér er til efs að þær breytingar verði nokkurn tíma án þess að um þau verði átök. (Gripið fram í.)

Svo langt gekk hér að þrátt fyrir útrétta sáttarhönd stjórnarflokkanna og hv. þm. Guðmundar Steingrímssonar var ekki vilji til þess að setja aftur á dagskrá til 2. umr. þingsályktunartillögu um framhald málsins í nefnd. Svo mikill er sáttaviljinn hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Ég mun stolt áfram berjast fyrir nýrri stjórnarskrá enda eru niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar (Forseti hringir.) sem hér fór fram 20. október síðastliðinn jafngildar fyrir og eftir alþingiskosningar 2013.