142. löggjafarþing — 3. fundur,  11. júní 2013.

meðferð einkamála.

2. mál
[21:00]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skil þetta rétt er í raun og veru ekki verið að taka þessi mál fram fyrir önnur mál fyrst það hefur ekki áhrif á önnur mál sem eru fyrir dómi. Ég skil svar hæstv. ráðherra þannig. Ég náði því ekki í svari hennar hversu mikið er raunverulega verið að flýta þeim málum sem um ræðir. Ég er algjörlega sammála hæstv. ráðherra að þessi mál þurfa að fara hratt í gegn. Ef maður tekur eitthvert mál fram fyrir annað mál hlýtur það að hafa áhrif á málið sem þarf að bíða. Mér fannst ekki koma alveg nógu skýrt hjá hæstv. ráðherra hvaða áhrif það mun hafa á málin sem verða ekki tekin fram fyrir. Hvernig er málunum þá hraðað í gegn ef ekki á að taka þau fram fyrir nein önnur mál?