142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

fyrirkomulag umræðu og lengd þingfundar.

[14:04]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Ég vil greina frá því að tekist hefur samkomulag forseta og þingflokksformanna um fyrirkomulag þeirrar umræðu sem hefst nú á eftir. Talsmenn flokkanna fá tvöfaldan ræðutíma í þessari umræðu, 20 mínútur í stað 10 mínútna, en að öðru leyti munu þingsköpin ráða tímalengd umræðunnar.

Þá hefur verið gert samkomulag um að þingfundur geti haldið lengur áfram, þ.e. fram yfir klukkan 8 í kvöld, og er gert ráð fyrir því sömuleiðis varðandi þau mál sem hér eru á dagskrá, annars vegar þetta mál, 5. dagskrármálið, og frumvarpið um Ríkisútvarpið, að fyrri umræðu um aðgerðir vegna skuldavanda heimila og 1. umr. um Ríkisútvarpið verði lokið nú í kvöld.