142. löggjafarþing — 9. fundur,  20. júní 2013.

ummæli í störfum þingsins og framhald sumarþings.

[11:11]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill vekja athygli á því að hér hafa verið haldnir þingfundir með bærilegri dagskrá flesta daga. Í gær var hins vegar nefndadagur til að vinna úr þeim fjöldamörgu málum sem þá lágu fyrir einstökum þingnefndum þannig að það er ekki eins að það hafi staðið eitthvað á því að fá mál inn í þingið. Þau hafa borist hingað býsna hratt. Það getur verið að hv. einstakir þingmenn kalli eftir einstökum málum. Þá er það þannig, en þau munu koma þegar þeir sem standa að þeim málum hafa lokið undirbúningi þeirra.