142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

aukið fjármagn í skatteftirlit.

[11:33]
Horfa

Karl Garðarsson (F):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra fyrir þetta svar. Auðvitað er gott að ekki skuli vera gerð sama hagræðingarkrafa til þessa embættis og annarra. Ég hefði samt viljað fá skýrari svör um að setja ætti meiri peninga í þennan málaflokk. Ég held að það sé algerlega nauðsynlegt og að flestir séu sammála um það. Ef tölurnar eru skoðaðar frá skattstjóra varðandi eftirlit þá sýna þær að peningarnir skila sér margfalt til baka.