142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

stjórn fiskveiða o.fl.

4. mál
[11:41]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þm. Kristjáni Möller að þetta er framfaraspor. Ég vil líka aðeins vekja athygli á því að þetta er ekki svo mikil stækkun á dekkplássi. Þessir bátar eru yfir 13 metrar á lengd og 4,60 á breidd þannig að afkastagetan eykst ekki mikið. Eins og kemur fram í álitinu mun meðferð á afla lagast. Það er því fyrst og fremst það og betri aðbúnaður fyrir mannskapinn.

Þarna er ein ákveðin tegund af bát sem hætta er á að auki pressuna á að þessir bátar fari yfir í hitt kerfið. Þetta er frekar til þess fallið að tryggja að krókaaflamark haldist og ég trúi því að þetta muni verða til að festa það í sessi og deilur um stærðarmörk verði úr sögunni.