142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

meðferð einkamála.

2. mál
[12:20]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við deilum þeim áhyggjum að þetta gæti hugsanlega haft áhrif á málsmeðferð að öðru leyti, en eins og ég vakti athygli á deili ég þeim áhyggjum jafnvel þó að ég hafi ekki talið ástæðu til að vera með sérálit hvað það varðar enda er ágætlega vakin athygli á því í nefndarálitinu. Ég treysti á að stjórnvöld grípi þá inn í og tryggi að það verði fjármagn til þess að flýta málum.

Varðandi það hvort rætt hafi verið um millidómstig er svarið skýrt nei, það var ekki rætt í þessu samhengi. Aftur á móti er ábendingin góð og full ástæða til þess að vinna að því að skoða það í framhaldinu. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að tefjast heldur er ástæða til þess að fylgja því bara eftir innan nefndarinnar, þá væntanlega á haustþinginu, hvort sú leið sé skynsamleg. Það var búið að boða að það yrði skoðað þannig að ég geri ráð fyrir að það komi fyrir nefndina.