142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[15:13]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef litlu við fyrra svar mitt að bæta. Þetta er einfalt frumvarp sem kallar á einfalt nefndarálit. Við fengum umsagnir frá aðilum. Þær liggja frammi og hægt er að nálgast þær á heimasíðu Alþingis og eru inni í málinu.

Sú breyting sem hér fer fram með samþykkt frumvarpsins hefur þau áhrif að stjórnarmenn verða sjö í stað fimm og þar af leiðandi erum við að halda okkur í rauninni við það ástand sem verið hefur að öðru leyti en þessu.

Það er rangt hjá hv. þingmanni að það frumvarp sem við erum að ræða breyti hlutverki stjórnar RÚV. Ég er algjörlega ósammála því.