142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[15:20]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir kröfu hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur og ég tel eðlilegt að gera hlé á þessum fundi þar sem við erum að ræða um aukin pólitísk afskipti af Ríkisútvarpinu, tökum hlé frá því til að ræða þessa fundarboðun ráðherra. Hann ætti að vera á lausu núna, frú forseti, a.m.k. er hann ekki að friðlýsa Þjórsárver en það var nú í dagbókinni hjá ráðherra í dag þó að hann snöfurmannlega hætti nú við það svona í morgunsárið.

Það er fullkomlega óeðlilegt að ætlast til þess að við sættum okkur hér við frekari pólitísk afskipti þessarar ríkisstjórnar af ríkisstofnunum þegar svona fréttir eru að berast.

Varðandi bókunina í atvinnuveganefnd í morgun var ekki talað um mannorð heldur mannréttindi og við töldum óeðlilegt að verið væri að boða fólk sem stendur að undirskriftalistum sem þessum á fund þingnefnda nema viðkomandi aðilar óskuðu eftir því sjálfir.