142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:33]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að forsetinn hyggst standa fyrir því að fundur verði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, en ég tek líka undir það að nú er klukkan orðin hálffimm, lengsti dagur ársins og sól og sumar þannig að ég óska þess að sá fundur verði ekki seinna en klukkan fimm. Ég á sæti í nefndinni.

Svo væri fróðlegt að vita líka hvenær þessum fundi á að ljúka hér í þessum sal.

Ég þakka forseta aftur fyrir að bregðast vel við.