142. löggjafarþing — 11. fundur,  24. júní 2013.

meðferð einkamála.

2. mál
[15:21]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta mál er komið hingað til atkvæðagreiðslu við 2. umr. og mun fagna því sérstaklega þegar Alþingi hefur samþykkt það. Ég tel að hæstv. innanríkisráðherra hafi sýnt mikinn skörungsskap í málinu og ég vildi óska að fyrri stjórnvöld hefðu gert það sama þegar ég kom á sínum tíma fram með frumvörp um að tryggja flýtimeðferð á málum vegna gengistryggðra lána. Þegar það var tekið til meðferðar í þinginu sögðu umsagnaraðilar við mig þá að það þyrfti kannski í mesta lagi eitt mál í viðbót og við höfum síðan séð hver reynslan hefur verið hvað það varðar.

Hér er bæði verið að tala um gengistryggð lán og verðtryggð lán sem er mjög mikilvægt og sýnir mjög skýrt áherslur þessara stjórnvalda hvað varðar skuldamál heimilanna.