142. löggjafarþing — 11. fundur,  24. júní 2013.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

1. mál
[17:34]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eingöngu vegna þess að hv. þm. Össur Skarphéðinsson gerði það í þrígang að umtalsefni að hv. þm. Pétur H. Blöndal væri ekki í salnum. Hv. þm. Pétur H. Blöndal er einn samviskusamasti þingmaðurinn en hann hvarf af þingi í dag af persónulegum ástæðum, gat ekki setið þingfund lengur. Hann gerði mönnum það viðvart, fulltrúum í efnahags- og viðskiptanefnd.

Eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson veit hefur Pétur H. Blöndal alla tíð verið meiri talsmaður lægri skatta en hv. þm. Össur Skarphéðinsson hefur verið í gegnum tíðina, svo að það komi fram. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um það sem hv. þm. Pétri H. Blöndal þykir um frumvarpið. En mér þótti tilhlýðilegt, vegna þess að kallað var í þrígang eftir hv. þingmanni sem að jafnaði situr hér og er samviskusamur, að geta þess af hverju hann er ekki í salnum.