142. löggjafarþing — 12. fundur,  25. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[15:29]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er nú andstæðrar skoðunar við hv. þingmann en mér þótti hann flytja mál sitt vel og skörulega. Hann hafði út af fyrir sig ýmisleg rök fyrir afstöðu sinni.

Það er eitt sem mig langar til þess að hnykkja á með spurningu til hv. þingmanns. Hv. þingmaður taldi að það væri svona heldur umhendis að samþykkja lög sem tryggðu að starfsmenn ættu að lögum fulltrúa í stjórninni. Hins vegar sagði hv. þingmaður að stjórnin sjálf gæti í sjálfu sér tekið ákvörðun um að bjóða þeim fulla áheyrnaraðild þannig að tryggt væri að sjónarmið þeirra kæmust alltaf að og nú liggur það fyrir að það er afstaða hv. þingmanns.

Mig langar til þess að spyrja hann: Er það afstaða Sjálfstæðisflokksins í þessu máli?