142. löggjafarþing — 12. fundur,  25. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[15:30]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir spurninguna.

Ég er ekki búinn að gera mikla rannsókn á því en já, ég held það að það sé almennt skoðun í mínum flokki, Sjálfstæðisflokknum, að fulltrúar Ríkisútvarpsins megi eiga áheyrnaraðild í stjórn RÚV. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu og hef ekki heyrt að einhverjir aðrir geri það, án þess að ég geti fullyrt um það.