142. löggjafarþing — 12. fundur,  25. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:47]
Horfa

Edward H. Huijbens (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekki minntist ég orði á núverandi stjórn og ekki ætla ég að bera neinar brigður á hana eða störf hennar. Ég þekki ekki nægilega vel til þar. Ég held að þar sé ágætisfólk sem vinnur að sjálfsögðu af heilindum. En ég minni bara á að markmið þeirra laga sem eru í gildi núna er að breikka grunninn, styrkja stöðu Ríkisútvarpsins gagnvart Alþingi og færa í raun vald upplýsingamiðlunar frá miðju stjórnvalda og stjórnsýslunnar — færa frá. Það er skref í rétta átt á meðan ég held að það skref til baka sem hæstv. menntamálaráðherra lýsir sé ekki rétt. Og þar greinir okkur kannski einfaldlega á.