142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[18:07]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kallaði eftir því að þetta mál færi aftur til nefndar þar sem upp kom sú staða að hugsanlega væri hægt að bæta við í frumvarpið, í það minnsta, að starfsmenn Ríkisútvarpsins gætu haft áheyrnarfulltrúa í stjórn Ríkisútvarpsins. Í ljós kom að ekki er svo mikill ágreiningur um það. Enn fremur kemur alveg til greina að viðra fleiri skoðanir um betrumbætur í átt til lýðræðis og gegnsæis.