142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[18:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Öndvert við það sem hér kom fram áðan greiddi ég atkvæði gegn breytingunni í vor þannig að það sé á hreinu. Auk þess tel ég að hér sé mjög lýðræðislegt mál í gangi. Við ætlum að fá 63 fulltrúa sem kosnir eru af þjóðinni í kosningum til að velja stjórn fyrir Ríkisútvarpið. Ef stjórnarandstaðan stæði saman miðað við núverandi stöðu fengi hún þrjá af sjö, en Framsókn tvo og Sjálfstæðisflokkur tvo. Ég geri ráð fyrir því að stjórnarandstaðan mundi velja sína menn í samræmi við lífsstefnu sína og velja til þess hið besta fólk, nákvæmlega eins og ég geri ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn geri.

Ég tel þetta vera lýðræðislegustu leiðina til að stjórna Ríkisútvarpinu meðan ekki er búið að selja það.