142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

8. mál
[18:54]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Allt sem ég er að reyna að draga upp hérna er hvort kjósendur fái að kjósa þá á réttum forsendum. Hvort þeir séu að kjósa um einhvern aðildarsamning eða aðlögunarferli. Það er bara það sem ég er að velta fyrir mér, hvort við séum að kjósa um einhvern stóran samning eða kjósa um einhvern lítinn hluta af því að það er búið að innleiða allt hitt. Ég er bara að reyna að opna umræðuna.